Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2270 svör fundust

Getur lofttæmi lyft loftskipi eins og vetni?

Svarið er já að því leyti að það er vel hægt að hugsa sér að lofttæmt ílát eða loftskip geti lyfst frá jörðu. Hins vegar höfum við prófað að leita að vacuum balloons á veraldarvefnum og niðurstöður þeirrar leitar benda til þess að mönnum hafi ekki tekist að smíða slíkt ílát og muni jafnvel aldrei takast það. Um...

Nánar

Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?

Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klíst...

Nánar

Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?

Það er óskrifuð meginregla samningaréttar að samninga skal halda. Um þetta er til orðatiltæki á latínu: pacta sunt servanda.[1] En þó svo að meginreglan sé að samningar séu gildir samkvæmt efni sínu, þá geta komið upp aðstæður sem gera það að verkum að samningur sé þá þegar ógildur og skuldbindur ekki samningsaðil...

Nánar

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

Nánar

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

Nánar

Hver var Adam Smith og fyrir hvað er hann helst þekktur?

Adam Smith fæddist árið 1723 í hafnarbænum Kirkcaldy á austurströnd Skotlands og dó sextíu og sjö árum síðar, árið 1790. Eftir hann komu út tvær merkilegar bækur meðan hann lifði og að minnsta kosti önnur þeirra er ótvírætt meistaraverk. Fyrra ritið fjallaði um siðfræði og gerði höfund sinn þekktan í landi sínu en...

Nánar

Getur jarðolía mengað jörðina?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getur jarðolía mengað jörðina? Ef svarið er já, hvernig þá? Í jarðolíu eru efni og efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á menn og lífríki, þannig að þótt jarðolía komi úr jörðinni getur hún mengað jörðina. Jarðolía mengar ekki á meðan hún er ósnert á sínum upprunal...

Nánar

Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?

Efni sem fellur alla leið inn í sérstæðuna þarf fyrst að falla inn fyrir sjónhvörf svarthols. Ef við horfum á fall efnisins frá föstum punkti utan sjónhvarfanna sýnist okkur efnið aldrei komast inn fyrir þau, en það stafar af því að okkur sýnist tíminn líða öðru vísi en athuganda sem væri í geimfari í frjálsu fall...

Nánar

Hvers vegna er sjórinn saltur?

Seltan í sjónum stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum. Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Reg...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um tilraunir til að nota plast sem leiðara?

Plast er samsett úr mjög löngum sameindum sem nefnast fjölliður. Mörg efni í kringum okkur eru fjölliður, nægir að nefna plast í ýmsum myndum, nælon og ýmis efni notuð í fatnað, húsgögn og margt annað. Í flestum tilfellum eru þessi efni einangrarar; leiða ekki rafstraum. Hægt er að breyta rafeiginleikum þeirra með...

Nánar

Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!

Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi. Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að...

Nánar

Fleiri niðurstöður